Kælideild
Kæli- og frystiþjónusta
Púlsinn sinnir allri þjónustu og viðhald á öllum kæli og frystikerfum, viðhald og reglulegar skoðanir skipta miklu máli upp á rekstraröryggi kerfa og bjóðum við upp á þjónustusamninga með fyrirbyggjandi viðhaldi fyrir kæli og frystikerfi, reglulegar þjónustuheimsóknir þar sem búnaður er skoðaður og prófaður, kæli- og frystikerfi lekaleituð og nauðsynlegu viðhaldi sinnt. Þjónusta skráð í viðhaldsskrá fyrir heilbrigðiseftirlit.
Hjá Púlsinum er alltaf maður á bakvakt sem getur brugðist við áður en tjón verður á matvælum. Ef þú ert í vanda hafðu þá samband í Neyðarþjónustu sími: 760-5670
Kæli- og frystilausnir fyrir matvælaiðnað, verslanir og vöruhús
Púlsinn er bæði í sölu og uppsetningu á kæli og frystikerfum fyrir iðnað, verslanir og vöruhús. Starfsmenn hjá Púlsinum eru með margra ára reynslu á uppsetningum og lausnum á kerfum sem henta við aðstæður hverju sinni. Ef þú ert að leita að kerfi geturðu haft samband og við getum leiðbeint þér að framtíðarlausn.
