top of page

Co2 Kerfi

Co2 Kæli- og Frystikerfi

Púlsinn er með margra ára reynslu í uppsetningu, þjónustu og viðhaldi á Co2 Kerfum. Hægt er að segja að framtíðin í stærri kerfum er Co2. Það sem Co2 hefur fram yfir önnur kerfi er að það er með GWP upp á 1 og er með besta notkunar gildið fram yfir önnur kerfi sem eru með lága GWP tölu því ef við horfum til Ammoníak, Propan og Isobutan í stærri kerfum þá koma alltaf þeir gallar að þeir eru eldfimir og geta myndað stórar hættur. Púlsinn selur bæði kæli- og frystiklefa með kerfi í Co2 lausnum Ásamt í vistvænum kælimiðlum með sýn til framtíðar.

Framtíð í Vistvænum Kæliðlum

Púlsinn leggur mikla áherslu á Framtíð í kælimiðlum með lága GWP tölur. F-Gas kælimiðlar hafa slæm áhrif á umhverfið og náttúruna en það er eitthvað sem kannski ekki allir átta sig á. Kælimiðlarnir eru þó allir skaðlausir þegar þeir eru inni í lokuðu kælikerfi, en vandamálið hefst þegar kælimiðill lekur út af kerfinu.

Allir kælimiðlar eru með útreiknaða GWP tölu. GWP talan eða Global Warming Potential segir til um koltvísýrings-ígildi kælimiðilsins út frá gróðurhúsaáhrifum. Misjafnt er hver GWP tala kælimiðla er, en í dag hafa stjórnvöld hér á landi komið af stað ferli við að banna kælimiðla sem eru með GWP tölu yfir 2500 og leggja háa skatta á alla kælimiðla eftir stærð GWP.

En útaf því horfum við hjá Púlsinn meira á kælimiðla eins og R744(Co2), R290(propan) og síðan getum við horft til þeirra F-gas kælimiðla sem eru með lága GWP sem eru t.d. R449 með GWP 1397 og R452b með GWP 698. 

En við hjá Púlsinum getum gefið ráðleggingar og metið hvort það sé hægt að breyta kerfum sem eru með bannaðan kælimiðill.

bottom of page